Flugvél sem átti að fljúga með kvennalið Arsenal til London í gærkvöldi varð að hætta við flugið þegar eldur kviknaði í hreyfli vélarinnar.
Kvennalið Arsenal var að halda heim á leið eftir 2-2 jafntefli gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu.
Vélin sem var í eigu flugfélags á Möltu var að hefja flugtak þegar flugmaður vélarinnar sé að eldur var í hreyflinum.
Vélin var stöðvuð og allir fóru frá borði, leikmönnum Arsenal var komið fyrir á hóteli í grennd við Braunschweig Wolfsburg flugvöllinn.
Segir í fréttum þýskra miðla að fuglar hafi komist inn í hreyfilinn með þeim afleiðingum að eldur kviknaði.
Leikmenn Arsenal gistu í Wolfsburg í nótt vegna málsins og flugu heim til London í dag en um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.