Aaron Ramsdale, markmaður Arsenal, minnir Wayne Rooney á goðsögnina Peter Schmeichel sem lék með Manchester United.
Rooney lék með Man Utd líkt og Schmeichel en þeir voru þó ekki saman hjá félaginu. Schmeichel er af mörgum talinn einn besti markmaður í sögu ensku deildarinnar.
Ramsdale hefur verið virkilega góður með Arsenal sem stefnir á það að vinna meistaratitilinn mjög óvænt í sumar.
,,Ég er mikill aðdáandi Aaron Ramsdale. Hann gerði mistök gegn Southampton en hann hefur margoft varið stórkostlega og lætur til sín taka,“ sagði Rooney.
,,Vanalega með markmenn þá viltu að þeir séu með stóran karakter en einnig að þeir geti haldið ró sinni. Ef þú ætlar að vera eins hávær og Ramsdale þá þarftu að bakka það upp með frammistöðunni.“
,,Hann minnir mig á Peter Schmeichel. Augljóslega þarf Ramsdale að bæta sig til að ná Schmeichel en hann er eins nálægt Schmeichel sem ég hef séð í langan tíma.“