fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

KSÍ staðfestir ráðninguna á Age Hareide – Fyrstu leikirnir í júní

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 13:41

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide hefur verið ráðinn nýr þjálfari A-landsliðs karla. KSÍ staðfestir tíðindin, en þetta hefur legið í loftinu.

Hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni, sem var látinn fara á dögunum eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Um var að ræða tap gegn Bosníu og sigur gegn Liechtenstein.

Meira
Nærmynd af Age Hareide: Þetta er næsti landsliðsþjálfari Íslands – Ruddi brautina fyrir Haaland og hatar skrautlegar hárgreiðslur

Hareide er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur og á að baki langan og árangursríkan feril sem þjálfari nokkurra af stærstu félagsliðum Norðurlanda, auk þess að hafa þjálfað landslið Noregs og Danmerkur um árabil við góðan orðstír. Hareide var við stjórnvölinn hjá norska landsliðinu árin 2003-2008 og stýrði landsliði Danmerkur árin 2016-2020.

Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Hareide verða tveir heimaleikir í undankeppni EM 2024 í júní, gegn Slóvakíu og Portúgal.

„Åge Hareide er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem veit hvað þarf til að ná árangri. Leitin og ráðningaferlið allt gekk tiltölulega hratt fyrir sig enda höfðum við ákveðnar hugmyndir um þann prófíl sem við vildum fá í starfið. Ég er mjög sátt við ráðninguna og bind miklar vonir við góðan árangur A landsliðs karla undir stjórn Åge,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina