Brendan Rodgers er hættur sem stjóri Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta er staðfest í dag en fréttirnar koma kannski ekki á óvart eftir 2-1 tap liðsins gegn Crystal Palace í gær.
Rodgers starfaði hjá Leicester í fjögur ár en upplifði sitt versta tímabil hjá félaginu í vetur.
Leicester er í fallsæti þegar liðið hefur leikið 28 leiki en undanfarin ár hefur liðið verið í Evrópubaráttu.
Ekki er tekið fram að Rodgers hafi verið rekinn heldur að hann hafi yfirgefið félagið og að ákvörðunin sé sameiginleg.