fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Plús og mínus: Svarið var fullkomið en efasemdaraddir verða áfram

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein

Nú er fyrsta landsleikjaglugganum í undankeppni Evrópumótsins 2024 lokið. Það voru spilaðir tveir ansi mismunandi leikir gegn Bosníu-Hersegóvínu annars vegar og Liechtenstein hins vegar. Báðir ytra.

Eins og allir vita tapaðist leikurinn gegn Bosníu á fimmtudag 3-0. Frammistaða íslenska liðsins var alls ekki til útflutnings í leiknum.

Þetta kallaði á svar gegn smáríkinu Liechtenstein í dag. Ljóst var að sigur myndi aldrei duga til að kollvarpa skoðun þjóðarinnar á Arnari Þór Viðarssyni sem landsliðsþjálfara. Frábær frammistaða í dag hlýtur hins vegar að ýta undir aðeins meiri jákvæðni.

Strákarnir okkar gerðu það sem við báðum um, svöruðu með 7-0 sigri á Liechtenstein í Vaduz.

Hér að neðan má sjá plúsa og mínusa, það sem var jákvætt og neikvætt við þennan landsliðsglugga.

Plúsar

  • Svar íslenska liðsins gegn Liechtenstein í dag eftir höggið í Bosníu var hreint fullkomið. Það hefði enginn getað beðið um meira. Arnar Þór skráði sig í sögubækurnar með því að vinna stærsta sigur Íslands í keppnisleik frá upphafi.
  • Það virðist sem svo að leikmenn íslenska landsliðsins rói allir í sömu átt með Arnari Þór. Leikmenn virðast hafa trú á stjóranum og vera jákvæðir í hans garð. Það er samheldni á meðal leikmanna.
  • Aron Einar Gunnarsson er langt frá því að vera kominn yfir hæðina á ferlinum. Það verður auðvitað að hafa þann varnagla á að leikur dagsins var gegn Liechtenstein en frammistaða hans var til háborinnar fyrirmyndar. Hann sýndi knattspyrnuleg gæði en hefur einnig sýnt hversu frábær leiðtogi hann er, bæði innan vallar sem utan. Leikmenn líta upp til hans og Arnar Þór virðist dýrka að starfa með honum, eins og hann hefur margoft sagt í þessum landsleikjaglugga. Það verður frábært að hafa hann til taks gegn Portúgal og Slóvakíu í sumar.
  • Riðillinn sem Ísland er í er jafn og liðin munu taka stig af hvoru öðru. Það er ekki víst að tapið gegn Bosníu verði eins dýrt og talið var í fyrstu þegar horft er í úrslit annara leikja. Slóvakar gerðu jafntefli gegn Lúxemborg í fyrsta leik en unnu svo Bosníu í kvöld. Það segir allt sem segja þarf um riðilinn. Arnar Þór hefur bent á þetta reglulega undanfarna daga og virðist hafa mikið fyrir sér í því.
  • Arnar Þór var án tveggja lykilpósta í tapinu gegn Bosníu, Arons Einars og Sverris Inga. Það afsakar ekki frammistöðu liðsins í leiknum en samt sem áður hefðu þeir án efa nýst fullkomlega í svona leik. Það verður áhugavert að sjá sterkasta lið Arnars Þórs í landsleikjaglugga sumarsins.

Mínusar

  • Þegar Ísland mætti alvöru liði í Bosníu á fimmtudag gjörsamlega steinlá það. Leikplanið var ansi sérstakt á erfiðum útivelli, þar sem Arnór Ingvi Traustason átti einn síns liðs að vera akkerið á miðjunni.
  • Umræðan í kringum Arnar Þór og landsliðið var orðin aðeins jákvæðari fyrir komandi verkefni. Margir voru til í að gefa þjálfaranum séns fyrir nýja undankeppni, leyfa honum að byrja með hreint blað. Það fór hins vegar í vaskinn með virkilega slæmu tapi í Bosníu. Ísland tapaði ekki bara leiknum, liðið átti aldrei möguleika – og það gegn liði sem vantaði sínar þrjár stærstu stjörnur.
  • Leikplan Arnars Þórs hingað til með landsliðinu virðist ekki ganga upp gegn liðum sem eru jafngóð eða betri en við. Það er eðlilegt að vilja stjórna leiknum og halda í boltann gegn Liechtenstein og öðrum lakari liðum en þegar kemur að stærri leikjum þar sem þarf að ná í úrslit þarf líklega að horfa aftur til einfaldari og áhrifameiri hugmyndafræði, eins og á gullaldarskeiðinu.
  • Arnari Þór og landsliðinu tókst ekki að breyta skoðun stórs hluta þjóðarinnar í þessu landsliðsverkefni. Vonin um það fór með tapinu í Bosníu. Það eru enn miklar efasemdareddir um landsliðsþjálfarann og mun því neikvæð umræða áfram vera áberandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband
433Sport
Í gær

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið