Skothríð var á matvöruverslun í eigu fjölskyldu Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Lionel Messi í Argentínu. Átti hún sér stað í nótt og áttu tveir menn í hlut. Þeir skildu eftir miða með óhugnanlegum skilaboðum til Messi.
Það var lokað þegar atvikið átti sér stað. Tveir menn á móturhjóli mættu og annar þeirra fór að skjóta á lokaða búðina.
Þeir skildu svo eftir skilaboð þar sem stóð: Messi. Við erum að bíða eftir þér. Javkin mun ekki passa upp á þig.
Pablo Javkin er borgarstjóri Rosario, heimaborgar Messi.
Talið er að mennirnir gætu ætlað sér að fjárkúga Argentínumanninn.
Messi er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi.