Manchester United vann West Ham í 16-liða úrslitum enska bikarsins í gær.
Lærisveinar Erik ten Hag þurftu að hafa fyrir sigrinum.
Said Benrahma kom West Ham yfir á 54. mínútu en United jafnaði rúmum 20 mínútum síðar þegar Nayef Aguerd gerði sjálfsmark.
Alejandro Garnacho kom United svo yfir á 90. mínútu áður en Fred innsiglaði 3-1 sigur í blálokin.
Eftir leik virðist aðstoðarmaður Ten Hag, Steve McClaren, segja við Hollendinginn:„Þetta varst þú. Þetta var sigurhugarfarið þitt.“
🚨🚨| Steve McClaren telling Erik ten Hag “you did it, it was your winning mentality!” is just so wholesome 🥹❤️
(via @kway_bumaye)
pic.twitter.com/oG3MmmSpIo— centredevils. (@centredevils) March 1, 2023
Ten Hag hefur snúið gengi United við frá því hann tók við liðinu í sumar. Liðið er enn með í öllum keppnum og vann enska deildabikarinn á dögunum.