fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fullyrða að Ten Hag hafi farið á fund æðstu manna á Old Trafford – Krafa hans var einföld

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. mars 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag hefur, samkvæmt fréttum, sagt Manchester United að kaupa miðjumann Inter þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar.

United hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Hollendingsins, sem tók við í sumar, undanfarið. Liðið varð til að mynda deildabikarmeistari á dögunum.

Ten Hag vill hins vegar styrkja liðið í sumar og þá helst á miðsvæðinu. Vefmiðillinn Football Insider heldur því fram að hann hafi sagt stjórn United að kaupa Nicolo Barella frá Inter í sumar.

Getty Images

Ten Hag er sagður mikill aðdáandi Barella. United gæti þó fengið samkeppni í baráttunni um leikmaninn. Liverpool og Manchester City eru einnig sögð fylgjast með honum.

Komi Barella á Old Trafford er ekki ólíklegt að Scott McTominay hverfi á brott, þá sérstaklega ef Marcel Sabitzer, sem er á láni hjá United frá Bayern Munchen, gengur endanlega í raðir enska félagsins.

Barella er 26 ára gamall Ítali. Hann er að eiga gott tímabil í Serie A, þar sem hann kemur að marki í um það bil öðrum hverjum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins