Phil Jones starfaði sem sérfræðingur fyrir Sky Sports fyrir úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina.
Manchester United og Newcastle áttust þar við. Fyrrnefnda liðið stóð uppi sem sigurvegari og vann sinn fyrsta titil í sex ár.
Það vakti furðu fyrir leik hjá aðdáendum United þegar þeir sáu jakkafataklæddan Jones fjalla um leikinn fyrir Sky Sports.
Jones er nefnilega enn leikmaður liðsins, þó svo að hann hafi ekki spilað leik síðan í maí.
Það mátti sjá Jones með mönnum á borð við Roy Keane og Gary Neville í sjónvarpinu fyrir leik.
🗣 "He's given everyone a value at the club."
Phil Jones shares what Erik ten Hag has impacted since arriving at Manchester United pic.twitter.com/yMKjHWMC3v
— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023