Hallur Hansson og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um samningslok.
Hallur kom til KR fyrir síðasta tímabil og náði að spila 25 leiki áður en hann meiddist illa í leik í september sl.
„KR þakkar Halli fyrir góðan tíma hjá félaginu og óskar honum góðs bata,“ segir á vef KR.
Ljóst var að Hallur myndi nánast ekkert spila með KR á þessu tímabili og því hafa báðir aðilar samið um rifta samningi hans.
Hallur Hansson og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um samningslok.
Hallur kom til KR fyrir síðasta tímabil og náði að spila 25 leiki áður en hann meiddist illa í leik í september sl.
KR þakkar Halli fyrir góðan tíma hjá félaginu og óskar honum góðs bata. pic.twitter.com/V2VO8aPCKz
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) February 27, 2023