Josko Gvardiol er ekki möguleiki fyrir Chelsea næsta sumar að sögn Marco Rose, stjóra RB Leipzig.
Gvardiol þykir vera einn efnilegasti varnarmaður heims en hann var nálægt því að ganga í raðir Chelsea í fyrra.
Leikmaðurinn var opinn fyrir því að fara til Englands en Leipzig vildi ekki hleypa honum burt.
Rose hefur nú staðfest það að Króatinn sé ekki til sölu og er ekki á leið annað á þessu ári.
,,Josko Gvardiol verður leikmaður RB Leipzig á næstu leiktíð,“ sagði Rose við blaðamenn.
,,Ég er stjórinn og ér bið um það. Hann er ánægður hérna. Hann vill spila í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki sagt hvenær.“