Cristiano Ronaldo er sjóðandi heitur í Sádí Arabíu þessa stundina en hann leikur með Al-Nassr.
Ronaldo skoraði nýlega fernu fyrir Al-Nassr í deildarleik og var aftur maður leiksins gegn Demac í kvöld.
Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum.
Ronaldo gerði tvö mörk úr opnum leik en það fyrsta kom úr vítaspyrnu.
Al-Nassr er á toppi deildarinnar og er með tveggja stiga forskot á Al Ittihad.