Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur vikunnar ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.
Guðlaugur er einn þekktasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi en liðið tapaði 5-2 gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni.
Hörður Snævar ákvað að hrekkja Guðlaug í beinni útsendingu og reif sig úr skyrtunni en undir henni var Real Madrid treyja.
Hörður hafði gert sér ferð í Jóa Útherja og fékk Real Madrid treyjuna þar til að hrekkja Guðlaug.
Atvikið má sjá hér að neðan.