Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það óboðlegt að fá á sig fimm mörk á heimavelli líkt og Liverpool gerði á þriðjudag gegn Real Madrid.
Liverpool þarf að hafa hraðar hendur til að laga hlutina því liðið mætir Crystal Palace á útivelli í deildinni á morgun.
„Ég hef horft á leikinn aftur en ekki allan leikinn með leikmönnum aftur, það er ekki mikið hægt að gera á æfingum á milli leikja sem eru á þriðjudag og laugardag,“ sagði Klopp í dag.
🗣️ “Conceding five in a home game in the Champions League is absolutely unacceptable. What I saw in this game is that a lot of things are back but not stable yet.”
Jürgen Klopp says Liverpool are still in the process of getting back to their best. pic.twitter.com/pgOlSN99iy
— Football Daily (@footballdaily) February 24, 2023
Liverpool hefur unnið tvo síðustu deildarleiki og er komið aftur í baráttu um Meistaradeildarsæti, leikurinn á morgun er því mikilvægur.
„Við notum upplýsingarnar, það er tilgangslaust að hlusta á fjölmiðla eftir svona leik. Það er óboðlegt að fá á sig fimm mörk á heimavelli í Meistaradeildinni, við vitum það. Við breytum því samt ekki, það gerðist.“
„Við verðum að laga það, fyrri hálfleikurinn var mjög góður hjá okkur og hefðum getað skorað meira. Í seinni hálfleik var þetta ekki gott.“
„Margir hlutir eru að koma til baka en það vantar stöðugleika.“