Það er útlit fyrir það að Southampton sé búið að taka ákvörðun um hver fær að stýra liðinu út tímabilið.
The Athletic greinir frá en Ruben Selles verður að öllum líkindum ráðinn og fær séns á að halda liðinu uppi.
Selles var ráðinn til bráðabirgða eftir brottför Nathan Jones og hefur gert fína hluti með liðið síðan þá.
Selles er aðeins 39 ára gamall en var við stjórnvölinn er liðið vann Chelsea 1-0 á útivelli í síðustu umferð.
Spánverjinn er ekki með mikla reynslu en hefur áður þjálfað U18 lið Valencia og kom til Englands í sumar.
Það er mikil pressa á Selles ef hann tekur við keflinu en Southampton er í harðri fallbaráttu.