Barcelona féll úr leik í Evrópudeildinni í kvöld eftir 2-1 ósigur gegn Manchester United á útivelli og samanlagt tap í einvígi liðanna.
Nú þegar má sjá samantekt á samfelagsmiðlum sem kemur ekki vel út fyrir þjálfara Barcelona, goðsögn félagsins Xavi.
Á Twitter reikningi B/R report má sjá samantekt á árangri Xavi í Evrópukeppnum félagsliða sem þjálfari.
Þegar sá árangur er skoðaður er ljóst að Xavi hefur tekist illa til að ná inn sigrum í slíkum keppnum.
Af þeim 16 leikjum sem Xavi hefur stýrt í Evrópukeppnum hafa aðeins fjórir þeirra endað með sigri, 6 hafa endað með jafntefli og 6 með tapi.