Þremur leikjum, af þeim átta sem leiknir eru í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld er lokið. Ítölsku risarnir Juventus eru á meðal þeirra liða sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri en íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er úr leik ásamt félögum sínum í Midtjylland.
Elías Rafn var á meðal varamanna Midtjylland í kvöld þegar að liðið tapaði 4-0 á heimavelli gegn portúgalska liðinu Sporting. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og því er Sporting áfram í 16-liða úrslit með samanlögðum 5-1 sigri.
Í Frakklandi tóku heimamenn í Nantes á móti Juventus frá Ítalíu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í kvöld reyndist Juventus sterkari aðilinn og vann að lokum 3-0 sigur og því samanlagðan 4-1 sigur í einvíginu.
Í Hollandi var hart barist en þrátt fyrir 2-0 sigur heimamanna í PSV Eindhoven í kvöld er liðið samt úr leik með samanlögðu 3-2 tapi í einvíginu.
Framlenging stendur nú yfir í einvígi Monaco og Bayer Leverkusen. Þá eru seinni fjórir leikir kvöldsins hafnir.