fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Stjarnan stígur fram: Greinir frá sann­leikanum – ,,Segist vera komin fimm mánuði á leið og að ég sé faðir barnsins“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 20:30

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Simp­son fyrrum leik­maður Manchester United og Eng­lands­meistari með Leicester City greindi frá áður ó­sagðri sögu í hlað­varps­þætti á dögunum, at­viki sem átti sér stað degi eftir að ein af hans bestu stundum í lífinu.

,,Ég hef ekki greint frá þessu ári en fólk má alveg vita af þessu,“ sagði Simp­son í hlað­varps­þættinum Under The Cosh og hóf sögu sína.

Um­rædd at­burða­rás átti sér stað degi eftir að hann hafði spilað fyrir Manchester United á úti­velli gegn Roma í Meistara­deild Evrópu.

,,Þennan næsta dag er dyra­bjöllunni á í­búðinni minni hringt. Ég svaraði og spurði hver þarna færi, heyrði ekki ná­kvæm­lega nafnið en hleypti við­komandi inn.“

Það sem fylgdi í kjöl­farið er eitt­hvað sem Sim­spon hefði aldrei getað giskað á að myndi gerast.

,,Það birtist kona við hurðina að í­búðinni minni, hún segist vera komin fimm mánuði á leið og að ég sé faðir barnsins.

Þarna var ég svo til ný­búinn að spila stærsta leik lífs míns á þeim tíma í Meistara­deild Evrópu, náð 1-1 jafn­tefli gegn Francesco Totti, kem heim himin­lifandi og 24 klukku­stundum seinna segir ó­kunnug kona að ég sé faðir barns sem hún beri undir belti.“

Simpson í umræddum leik gegn Roma / GettyImages

Simp­son var að­eins 19 ára á þessum tíma en hann leitaði í kjöl­farið að­stoðar hjá liðs­fé­laga sínum hjá Manchester United, Rio Ferdinand en um­rædd at­burða­rás átti eftir að hafa sitt að segja um næstu mánuði hjá leik­manninum.

Að lokum, eftir lítinn spila­tíma og stressandi mánuði, þar sem um­rædd kona herjaði á hann, hafi hann á­kveðið að biðja um að fara á láni frá fé­laginu, komast í annað um­hverfi hjá Ipswich Town.

,,Ég er bara krakki á þessum tíma, er með lög­mann á mér sem segir mér að hún vilji fá hús, að hún vilji fá hitt og þetta. Til að gera langa sögu stutta þá fór ég í fað­ernis­próf og þá kom það auð­vitað í ljós að barnið var ekki mitt.

Þetta voru ó­raun­veru­legir fjórir til sex mánuðir. Al­gjör klikkun.“

Um­ræddur leikur Simp­sons fyrir Manchester United gegn Roma í Meistara­deild Evrópu, reyndist hans síðasti leikur fyrir fé­lagið.

Hann segist gera sér betur grein fyrir því núna að á þessum tíma hefði hann átt að greina Sir Alex Fergu­son, knatt­spyrnu­stjóra Manchester United, frá því sem hann var að ganga í gegnum.

,,Ég var að spila í sjón­varpinu kvöldið áður gegn Roma – eitt besta kvöld lífs míns, að spila fyrir Manchester United í Meistara­deildinni gegn Roma og Totti, Ludo­vic, Giu­ly. Ég var að spila á móti heimsklassa leik­mönnum og átti góðan leik.

Daginn eftir er stórri sprengju varpað á mig.“

Við­talið við Danny Simp­son í hlað­varps­þættinum Under the Cosh má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna