Steven Gerrard fyrrum fyrirliði Liverpool segir að það þurfi að fara fram rannsókn á því hvernig Liverpool fékk á sig fimm mörk gegn Real Madrid í gær.
Eftir að hafa komist í 2-0 snemma leiks þá hrundi leikur Liverpool eins og spilaborg. Liðið er svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni.
„Það þarf að fara í naflaskoðun, Liverpool frábærlega. Þetta var eins og þú vilt hafa Evrópukvöldin hérna til að byrja með í leiknum,“ sagði Gerrard sem virkaði hálf niðurbrotinn eftir leik.
„Sama hvaða félag um ræðir, þegar þú færð á þig fimm mörk á heimavelli þá þarf að rannsaka hvernig það getur gerst.“
Hann vonar að Jurgen Klopp kafi djúpt ofan í vandamálið sem hefur gert vart við sig á þessu tímabili.
„Ég er viss um að Jurgen mun gera það á næstu dögum. Liverpool á ekki að fá á sig fimm mörk á Anfield. Það þarf að grafa djúpt og horfa í spegil, þetta var ekki boðlegt.“
„Það þarf að verjast föstum leikatriðum, þeir verða að verjast miklu betur en þeir gerðu í kvöld. “