Graham Potter stjóri Chelsea var boðaður á krísufund af stjórnendum félagsins í vikunni. London Evening Standard segir frá.
Christopher Vivell stjórnarmaður hjá félaginu boðaði Potter á fundinn en fleiri stjórnendur sátu fundinn.
Gengi Chelsea undir stjórn Potter hefur verið arfaslakt og ljóst að stjórinn þarf að finna lausnir.
Sagt er að á fundinum hafi verið farið yfir stöðu mála og hvað væri hægt að gera til að snúa við genginu.
Talið er að Potter fái tíma til þess að leysa málin en Todd Boehly eigandi félagsins hefur dælt fjármunum í leikmenn sem hafa engu skilað.