Graham Potter má vera ánægður með að vera áfram stjóri Chelsea eftir hörmungar gengi liðsins frá því að hann tók við.
Eins og staðan er í dag er Potter versti stjóri í sögu Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea tapaði gegn Southampton um helgina á heimavelli.
Potter tók við Chelsea þegar tímabilið var nýlega farið af stað þegar Thomas Tuchel var rekinn úr stafi af Todd Boehly eiganda félagsins.
Boehly hefur sagt að Potter fái áfram traustið en stuðningsmenn félagsins eru að missa þolinmæðina á stjóranum.
Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjárhæðum í lið sitt frá því að nýr eigandi mætti til starfa en ljóst er að Potter þarf að óttast um starfið.