Það er ljóst að það verður hart barist á Anfield í kvöld þegar Real Madrid heimsækir Liverpool í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þar sem Real Madrid vann frábæran sigur.
Ljóst er að miðsvæði Real Madrid mætir verulega laskað til leiks þar sem Toni Kroos og Aurelien Tchouameni eru báðir meiddir.
Darwin Nunez er tæpur vegna meiðsla á öxl en búist er við að hann geti reimað á sig skóna.
Liverpool:
Alisson; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Bajcetic, Fabinho, Henderson; Salah, Gakpo, Jota
Real Madrid:
Courtois; Carvajal, Militao, Rudiger, Alaba; Ceballos, Camavinga, Modric; Valverde, Benzema, Vinicius Jr