Lloris Karius markvörður Newcastle fær stórt tækifæri á sunnudag þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins.
Nick Pope markvörður Newcastle var rekinn af velli um liðna helgi og verður í banni. Þá er Maritn Dubravka varamarkvörður liðsins ólöglegur eftir að hafa spilað með United fyrri hluta tímabils á láni.
Karius hefur ekkert spilað fótbolta í ár en fær tækifærið. Hann virðist hinn rólegasti yfir því og slakar í í Milan með unnustu sinni
Karius og Diletta Leotta sjónvarpskona á Ítalíu hafa frá því á miðju síðasta ári verið að rugla saman reitum og virðast njóta lífsins.
Karius var staddur í Mílanó í gær þar sem hann naut lífsins með Diletta fyrir stóru stundina.
Þýski markvörðurinn hefur upplifað mögur ár í boltanum eftir mistök sín í úrslitum Meistaradeildarinnar með Liverpool árið 2018.