Danski miðjumaðurinn Sami Kamel er genginn til liðs við Bestu deildar lið Keflavíkur. Frá þessu greinir félagið í færslu á samfélagsmiðlum í kvöld.
Sami er danskur miðjumaður sem hefur samið við Keflavík til 2 àra. Hann hefur undanfarin ár spilað í Noregi með Hönefoss og Brattvåg.
Sami er fæddur 1993 og getur leyst margar stöður á miðjunni.
,,Við bjóðum Sami velkominn til okkar í Keflavík,“ segir í færslu Keflvíkinga á samfélagsmiðlum.