Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ verður gestur á Hringbraut klukkan 20:00 í sjónvarpsþættinum 433.is.
Ársþing KSÍ fer fram um helgina en þá er ár liðið frá því að Vanda var kjörinn til tveggja ára.
Vanda fer yfir árið og svarar fyrir þá hluti sem komið hafa upp og hvernig framtíð horfir við henni.
Vanda ræðir um karla og kvennalandsliðin og hvaða verkefni bíða þeirra í ár.
Stillið inn klukkan 20:00 á Hringbraut.