Það er í algjörum forgangi hjá Erik ten Hag, stjóra Manchester United og stjórn félagsins að fá Marcus Rashford til að skrifa undir nýjan samning.
Enski landsliðsmaðurinn hefur verið hreint stórkostlegur fyrir United á leiktíðinni. Hann hélt frábæru gengi sínu áfram um helgina er hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni.
Samningur Rashford rennur hins vegar út eftir næstu leiktíð. Stórlið Evrópu horfa til hans í ljósi frammistöðunnar undanfarið.
Það kemur hins vegar ekki til greina á Old Trafford að missa Rashford og ætlar félagið sér að framlengja við hann.
Rashford er ekki sá eini sem United ætlar í samningsviðræður við. Félagið vill einnig fá Diogo Dalot til að framlengja.
Samningur portúgalska bakvarðarins rennur einnig út eftir næstu leiktíð.
Dalot er sagður algjör lykilþáttur í verkefni Ten Hag hjá United.