fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Alfreð jafnaði met um helgina – Er nú í hópi með Eiði Smára og Viðari

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason var hetja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í gær er liðið spilaði við Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inná sem varamaður á 69 mínútu seinni hálfleiks.

Nordsjælland var lengi með forystuna í þessum leik eða þar til á 92. mínútu er röðin var komin að Alfreð. Alfreð jafnaði metin og tryggði jafntefli sem gerir þó ekki mikið fyrir Lyngby sem er með níu stig í neðsta sæti eftir 18 leiki.

Markið kemur framherjanum í góðra manna hóp en hann hefur nú skorað í átta löndum á ferli sínum sem er jöfnun á meti sem Eiður Smári Guðjohnsen og Viðar Örn Kjartansson eiga.

Auk þess að hafa skorað í Danmörku hefur Alfreð skorað á Íslandi, Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi og Þýskalandi.

Alfreð er 33 ára gamall en hann er að koma til baka eftir meiðsli en hjá Lyngby er Freyr Alexandersson þjálfari liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna