Alfreð Finnbogason var hetja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í gær er liðið spilaði við Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inná sem varamaður á 69 mínútu seinni hálfleiks.
Nordsjælland var lengi með forystuna í þessum leik eða þar til á 92. mínútu er röðin var komin að Alfreð. Alfreð jafnaði metin og tryggði jafntefli sem gerir þó ekki mikið fyrir Lyngby sem er með níu stig í neðsta sæti eftir 18 leiki.
Markið kemur framherjanum í góðra manna hóp en hann hefur nú skorað í átta löndum á ferli sínum sem er jöfnun á meti sem Eiður Smári Guðjohnsen og Viðar Örn Kjartansson eiga.
Auk þess að hafa skorað í Danmörku hefur Alfreð skorað á Íslandi, Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi og Þýskalandi.
Alfreð er 33 ára gamall en hann er að koma til baka eftir meiðsli en hjá Lyngby er Freyr Alexandersson þjálfari liðsins.
👏 Metjöfnun
🇮🇸🇧🇪🇸🇪🇳🇱🇪🇸🇬🇷🇩🇪🇩🇰8️⃣ : Alfreð hefur nú skorað í deildarkeppnum átta landa á ferlinum. Hann jafnar þar með met Eiðs Smára og Viðars Arnar. #fotboltinet #sldk https://t.co/tH2GsQMDJO pic.twitter.com/95KtmUxowU
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 19, 2023