Folarin Balogun, leikmaður Arsenal, er óvænt á óskalista ítalska stórliðsins AC Milan.
Frá þessu greinir the Daily Mail en Balogun hefur spilað með Reims í vetur í láni frá Arsenal og staðið sig vel.
Samkvæmt Mail mun Milan reyna að klófesta Balogun endanlega í sumar en hann virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Emirates.
Balogun er a ðeins 21 árs gamall en hann vakti fyrst athygli Milan þegar hann var í unglingaliði enska liðsins.
Balogun er fæddur í Bandaríkjunum en á að baki leiki fyrir yngri lið Englands og hefur skorað 15 mörk í 23 leikjum fyrir Reims í efstu deild Frakklands á tímabilinu.