Jordi Alba, leikmaður Barcelona, ásakar fjölmiðla um lygar og neitar því að hann vilji ekki taka á sig launalækkun.
Spænskir miðlar greindu frá því í vikunni að Alba væri fastur á sínu og væri ekki tilbúinn að lækka laun sín til að hjálpa félaginu sem er í fjárhagsvandræðum.
Alba þvertekur fyrir þessar sögusagnir en hann hefur leikið með félaginu í mörg ár og verður samningslaus næsta sumar.
,,Það eru svo margar lygasögur sem hafa birst í fjölmiðlum en ég hef alltaf verið til staðar og enginn getur sagt annað,“ sagði Alba sem er 33 ára gamall.
,,Það eru hlutir sem særa þig en þú þarft að eiga við þetta. Ég veit sannleikann og ég er pollrólegur. Minn vilji er að hjálpa félaginu og sjá til þess að báðir aðilar séu sáttir.“