KR 6 – 1 HK
1-0 Ægir Jarl Jónasson
2-0 Theodór Elmar Bjarnason
2-1 Brynjar Snær Pálsson
3-1 Sigurður Bjartur Hallsson
4-1 Sigurður Bjartur Hallsson
5-1 Sigurður Bjartur Hallsson
6-1 Aron Þórður Albertsson
Sigurður Bjartur Hallsson átti mögulega sinn besta leik á ferlinum í dag er hann lék með KR gegn HK í Lengjubikarnum.
Sigurður byrjaði sem varamaður hjá KR gegn HK en kom inná í hálfleik er staðan var 2-0 fyrir þeim svarthvítu.
KR vann að lokum frábæran 6-1 sigur en Sigurður skoraði þrennu eftir innkomuna á aðeins 17 mínútum.
Fyrsta mark hans kom á 58. mínútu, það annað kom á 63. mínútu og það þriðja á þeirri 75.
Aron Þórður Albertsson skoraði svo síðasta mark KR stuttu seinna og fyrsti sigur liðsins í Lengjubikarnum staðreynd.