Það er útlit fyrir það að Lionel Messi sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir spænska stórliðið Barcelona.
Messi er einn besti ef ekki besti leikmaður í sögu Barcelona en samdi við Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum.
Það var ekki ákvörðun Messi en fjárhagserfiðleikar Barcelona urðu til þess að leikmaðurinn þurfti að fara.
Jorge Messi, faðir sóknarmannsins, virðist hafa staðfest það að Barcelona sé ekki að skoða það að fá sinn mann aftur.
Messi er 35 ára gamall og vann HM með Argentínu í fyrra en hann gæti endað feril sinn í Bandaríkjunum.
,,Ég tel ekki að Leo muni spila fyrir Barcelona aftur. Við höfum rætt við forsetann og engin tilboð hafa borist,“ sagði Jorge.