Georgina Rodriguez, eiginkona portúgölsku knattspyrnustjörnunnar Cristiano Ronaldo, segir í viðtali á dögunum að það sé eitt sem kappinn geri aldrei heima fyrir.
Ronaldo, sem er leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu eftir glæstan feril í Evrópu, eldar aldrei.
„Cristiano er ofurpabbi og besti eiginmaður sem ég gæti nokkurn tímann hugsað mér,“ segir Georgina við Marca. „En hann eldar ekki. Eftir að hafa lagt hart að sér yfir daginn á æfingum á hann skilið að fá heita máltíð sem búið er að nostra við á borðinu hjá sér.“
Fjölskyldan hefur yfir að skipa einkakokk í Sádi-Arabíu.
„En ég elda samt stundum,“ bætir Georgina við.