Antonio Conte, stjóri Tottenham, verður áfram á Ítalíu í kjölfar þess að hafa farið í skoðun vegna gallblöðruaðgerðar sem hann fór í á dögunum.
Conte fékk gallblöðrubólgu í byrjun mánaðar og fór í aðgerð. Hann missti af sigurleik gegn Manchester City en var svo mættur að stýra Tottenham gegn Leicester um síðustu helgi.
Ítalinn viðurkennir að hafa ekki farið að fyrirmælum læknis um að hvíla sig í 15 daga að aðgerðinni lokinni.
Tottenham mætti AC Milan á Ítalíu í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag. Nú er orðið ljóst að Conte verður eftir í heimalandinu í húsi sínu þar, á meðan hann jafnar sig alveg. Þetta var ákveðið eftir skoðun sem Conte fór í.
Tottenham staðfestir þetta í yfirlýsingu.
Cristian Stellini mun stýra Tottenham í fjarveru Conte þegar liðið mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.