Nicolas Otamendi skoraði ótrúlegt mark með hælnum á æfingu Benfica.
Liðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Fyrri leikurinn fer fram í Belgíu.
Otamendi birti myndband á Instagram þar sem hann skoraði mark með hælnum eftir fyrirgjöf á æfingu.
Sjón er sögu ríkari.
This is outrageous from Nicolas Otamendi 🔥#BBCFootball #UCL pic.twitter.com/gWehj3kMIG
— Match of the Day (@BBCMOTD) February 14, 2023
Otamendi á að baki flottan feril með liðum á borð við Manchester City og Valencia. Miðvörðurinn varð í tvígang Englandsmeistari með City.
Þá varð hinn 35 ára gamli Otamendi heimsmeistari með Argentínu fyrir áramót. Hann á að baki 100 A-landsleiki.