Cristiano Ronaldo er duglegur að kaupa sér bíla og úr, nú þegar hann er mættur til Sádí Arabíu gæti þessum fjárfestingum Ronaldo fjölgað.
Ronaldo varð á dögunum launahæsti íþróttamaður í heimi þegar hann samdi við Al Nassr í Sádí.
Ronaldo ákvað að fagna því með því að fjárfesta í nýju Rolex úri en kappinn á fjöldann allan af úrum.
Um er að ræða Rolex GMT-Master í gulli en það er svo með demöntum allt í kringum og er eftirsótt úr.
Talið er að Ronaldo hafi borgað 114 þúsund pund fyrir þetta úr eða 20 milljónir króna. Ronaldo á safn af úrum og er þetta líklega með þeim ódýrari í hans röðum.