Í upphitun fyrir kvöldið í Meistaradeild Evrópu á Viaplay barst talið að leikmönnum sem hafa átt erfitt uppdráttar eftir Heimsmeistaramótið í Katar.
Mótið var spilað á miðju tímabili og fengu leikmenn lítið frí, ólíkt því þegar Ísland fór til að mynda á HM 2018.
„Hvernig var fyrir ykkur að koma heim af HM? Var einhver þynnka eða var þetta bara næsta æfing?“ spurði þáttastjórnandinn Vilhjálmur Freyr Hallsson þá Kára Árnason og Rúrik Gíslason.
„Þá var þetta aðeins öðruvísi. Þá ferðu úr smá fríi á HM og færð smá frí eftir það,“ svaraði Kári.
Rúrik skóf ekki af því með sínu svari.
„Ég fór bara til Miami high on life, aldrei verið betri,“ sagði hann og uppskar mikinn hlátur.