Kjartan Kári Halldórsson leikmaður Haugesund Í Noregi er mættur heim og er að ganga í raðir FH á láni.
Þetta herma heimildir 433.is en Kjartan Kári fór frá Gróttu í vetur og samdi við Haugesund en var ekki í plönum félagsins fyrir þessa leiktíð.
Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Gróttu á síðustu leiktíð og var eftirsóttur biti hér heima áður en hann fór út.
Kjartan er 19 ára gamall kantmaður sem ógnar sífellt með hraða sínum og krafti.
Að auki er FH að fá erlendan kantmann á láni samkvæmt öruggum heimildum 433.is en búist er við að félagið staðfesti komu beggja leikmanna í dag. Kantmaðurinn er samkvæmt heimildum samningsbundinn félagi í Seriu A á Ítalíu.