John Brooks dómari á Englandi fær ekki að vera yfir VAR tækninni á leik Liverpool og Everton í kvöld. Mistök hans um helgina voru dýrkeypt.
Brooks var VAR dómari í leik Crystal Palace og Brighton á laugardag og gerði þar stór mistök.
Brooks tók mark af Brighton þegar hann dróg línuna á James Tomkins varnarmann Crystal Palace í stað Marc Guehi sem var aftasti maður. Pervis Estupina skoraði en markið tekið af eftir mistök Brooks.
Brooks átti að vera VAR dómari á Anfield í kvöld og svo á Emirates vellinum á miðvikudag þegar Arsenal og Manchester City eigast við.
Howard Webb nýr yfirmaður dómara tók þessa ákvörðun að setja Brooks til hliðar en hann hefur boðað dómara á neyðarfund á morgun eftir mistök helgarinnar.