Thiago Silva er búinn að skrifa undir nýjan samning við Chelsea og er ekki á förum frá félaginu í sumar.
Silva hefur verið einn allra besti leikmaður Chelsea á tímabilinu en gengið hefur verið ansi slæmt hingað til.
Silva er 38 ára gamall og er nú samningsbundinn til ársins 2024.
Brasilíumaðurinn kom til Chelsea fyrir þremur árum síðan og hefur reynst öflugur í öftustu víglínu.
Silva er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Paris Saint-Germain þar sem hann var í átta ár eða frá 2012 til 2020.