Bournemouth 1 – 1 Newcastle
1-0 Marcos Senesi(’30)
1-1 Miguel Almiron(’45)
Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Bournemouth fékk Newcastle í heimsókn.
Newcastle er ekki mikið fyrir það að fá á sig mörk en fékk eitt á sig í dag og skoraði einnig eitt gegn heimamönnum.
Marcos Senesi kom Bournemouth yfir á 30. mínútu en liðið fékk svo á sig mark á versta tíma, undir lok fyrri hálfleiks.
Það var að sjálfsögðui Miguel Almiron sem skoraði mark Newcastle sem reyndist nóg til að tryggja jafntefli.
Newcastle hefur enn aðeins tapað einum leik á tímabilinu en var að gera sitt 11. jafntefli sem er í raun sturlað eftir 22 leiki.