Pierre Emerick Aubameyang neitar að gefast upp hjá Chelsea og ætlar að berjast fyrir sínu sæti hjá félaginu.
The Telegraph greinir frá og segir að Aubameyang muni hafna tilboðum frá LAFC í Bandaríkjunum og vill vinna sér inn sæti á Stamford Bridge.
Önnur lið í Evrópu sýna Aubameyang áhuga en hann hefur leikið 18 leiki fyrir Chelsea og skorað aðeins þrjú mörk.
Aubameyang ætlar ekki að sætta sig við bekkjarsetu í London og er ákveðinn í að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu.
Aubameyang kom til Chelsea í sumar frá Barcelona en hann gerði það áður gott með Arsenal í ensku deildinni.