Paris Saint-Germain er samkvæmt fréttum að fylgjast mjög náið með málefnum Pep Guardiola stjóra Manchester City.
Óvissa er í kringum City eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í 115 liðum. City er sakað um ýmislegt misjafnt í fjármálum félagsins.
Ljóst er að það mun taka langan tíma að leysa úr máli City sem fer fyrir óháða nefnd.
Hins vegar segir í fréttum í heimalandi Guardiola í dag að PSG hafi mikinn áhuga á að krækja í spænska stjórann.
Guardiola hefur átt góðu gengi að fagna hjá City en PSG skoðar stöðu Christophe Galtier, þjálfara liðsins. Starf hans er sagt í hættu.
Þrátt fyrir að vera með átta stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, hefur PSG aðeins unnið þrjá af síðustu sex deildarleikjum og eru úr leik í bikarnum.