fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Kemur í ljós um eða eftir helgi hvort FH taki yfir Kórdrengi eða ekki

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2023 15:11

Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er komið á hreint hvort FH taki yfir Kórdrengi og verði með liðið í Lengjudeild karla í sumar. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Samkvæmt sömu heimildum kemur það í ljós um og eftir helgi hvort FH láti til skara skríða og taki yfir Kórdrengi.

Kórdrengir eru án þjálfara, hafa ekki heimavöll og hafa örfáa leikmenn á samning. Taki FH ekki yfir liðið er ljóst að Kórdrengir munu draga sig úr keppni.

Saga Kórdrengja hefur síðustu árið vakið mikla athygli. Félagið var stofnað árið 2017 og tók þá þátt í 4. deild karla, liðið var hársbreidd frá því að komast upp um deild í fyrstu tilraun en ári síðar tókst það. Árið 2019 tóku Kórdrengir þátt í 3. deildinni og fóru upp, ári síðar flaug svo liðið upp úr 2. deildinni og hefur í tvö ár tekið þátt í Lengjudeildinni. Árið 2021 var liðið lengi vel að berjast um að komast upp í efstu deild og í fyrrasumar endaði liðið í fimmta sæti deildarinnar.

Davíð Smári Lamude hætti sem þjálfari liðsins síðasta haust og síðan þá hefur mikil óvissa verið í kringum félagið. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Ejub Purisevic væri í viðræðum um að taka við þjálfun liðsins og hefur 433.is fengið sömu upplýsingar frá öruggum heimildum.

Heimildarmaður 433.is segir að málið ætti að taka á sig mynd um helgina. Samkvæmt heimildum getur málið fara í hvora áttina sem er. Viðræður FH og Kórdrengja hafa staðið yfir undanfarnar vikur.

Plan FH er að ráða inn þjálfara og lána svo unga FH-inga til félagsins, að auki yrði liðið svo styrkt með eldri og reyndari leikmönnum.

Kórdrengir áttu að hefja leik í Lengjubikarnum í kvöld og mæta Breiðablik en af þeim leik verður ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna