Líklegt er að Diogo Jota snúi aftur í leikmannahóp Liverpool á mánudag þegar liðið tekur á móti Everton.
Jota er byrjaður að æfa á fullum krafti eftir langa fjarveru. Virgil van Dijk og Roberto Firmino eru að nálgast endurkomu en verða líklega ekki með á mánudag.
„Diogo er nálægt þessu, hann hefur æft síðustu tvo daga og nær þremur dögum í viðbót. Svo hann á möguleika,“ sagði Jurgen Klopp.
„Ég er ekki viss með Bobby, við verðum að sjá hvernig hann ræður við álagið. Virgil er ekki svo nálægt þessu, við skoðum það.“
Klopp hafði ekki bara góðar fréttir því Thiago er meiddur og hefur ekki æft vegna meiðsla í mjöðm. Óvíst er hvort hann geti spilað á mánudag.