Verð á hlutabréfum í enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United ruku upp í verði í eftir að fréttir bárust af því fjársterkir aðilar frá Katar hygðust nú undirbúa stórt og mikið tilboð í félagið. Frá þessu greinir The Sun í kvöld.
Umræddur hópur samanstendur af mjög fjársterkum aðilum frá Katar og vilja þeir ólmir kaupa félagið af Glazer-fjölskyldunni.
Segir í frétt Daily Mail að tilboð þeirra til Glazer fjölskyldunnar verði lagt fram á næstu dögum, telja þeir að tilboð þeirra verði það besta sem Glazer fjölskyldan fær en talið er að mögulegt kaupverð á Manchester United verði um eða yfir 6 milljörðum punda.
Fréttirnar af tilboði Kataranna varð til þess að verð á hlutabréfum í Manchester United fóru upp um 6.30%.
Katararnir eru sagðir öruggir um að þeirra tilboði muni verða tekið, jafnframt muni það fæla frá aðra keppinauta.