Margir telja að Lisandro Martinez, miðvörður Manchester United hafi sloppið með skrekkinn í leik liðsins gegn Leeds United í kvöld en margur netverjinn er æfur yfir því að hann skyldi ekki hafa fokið af velli með rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Umrætt atvik átti sér stað á annari mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins þar sem Patrick Bamford, sóknarmaður Leeds United og Martinez lenda saman.
Báðir falla þeir til jarðar en í þann mund sem Martinez ætlar að standa upp fer hann með takkana á takkaskóm sínum í háls Bamford.
Annar af lýsendum leiksins á á sjónvarpsstöðinni Now Sports telur að um viljaverk hafi verið að ræða hjá Martinez. „Hann veit upp á hár hvað hann er að gera.“
Dómari leiksins virðist hafa lítið séð athugavert við atvikið, Martinez slapp við spjald og þá var atvikið ekki skoðað í VAR-sjánni en það má sjá hér fyrir neðan.
Leikur Manchester United og Leeds United er enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð.
No red card, not even a VAR check on this blatant foul by the filthy ManUtd player Martinez 🤡 @FA_PGMOL #MUNLEE
pic.twitter.com/DtgHx8Hcsj— NUFCTalk 🥇 (@Newcastle_FC) February 8, 2023