Radcliffe FC í utandeildinni á Englandi hefur ákveðið að rifta samningi David Goodwillie eftir einn leik hjá félaginu.
Goodwillie sem er 33 ára gamall spilaði sinn fyrsat leik fyrir Radcliffe í gær og skoraði þrennu í 4-2 sigri liðsins.
Athygli vakti þegar Goodwillie var kynntur á leiksskýrslu í gær en félagið hafði aldrei sagt frá komu hans til félagsins.
Goodwillie sem var skoskur landsliðsmaður játaði árið 2017 að hafa nauðgað konu. Málið var höfðað sem einkamál og greiddi Goodwillie sekt en fór ekki í fangelsi.
Radcliffe hafði samið við Goodwillie til skamms tíma en segir í yfirlýsingu í dag að samningi hans hafi verið rift. Stuðningsmenn félagsins voru ekki ánægðir með komu Goodwillie til félagsins og mótmæltu harkalega.
Félagið segir að það hafi alltaf viljað gefa fólki annað tækifæri í lífinu en þarna hafði félaginu orðið á.
Raith Rovers á Skotlandi rifti samningi Goodwillie í september eftir að styrktaraðilar riftu samningum vegna komu hans til félagsins.