Staða Graham Potter sem stjóra Chelsea er langt því frá að vera örugg en gengi liðsins undir hans stjórn hefur ekki verið gott.
Potter tók við í haust þegar Thomas Tuchel var rekinn en Todd Boehly eigandi félagsins hefur sett mikla fjármuni í liðið.
Nú segja ensk götublöð að Luis Enrique fyrrum þjálfari Barcelona og Spánar sé nafn sem Chelsea skoðar.
Enrique hefur mikla reynslu en ákvað að hætta með Spán eftir HM í Katar. Segja ensk blöð að hann gæti orðið arftaki Potter.
Potter hætti með Brighton til að taka við Chelsea en ef gengi liðsins batnar ekki í bráð gæti hann misst starfið.