Tottenham hefur tekið ákvörðun samkvæmt enskum blöðum um að selja ekki Harry Kane til liða í ensku úrvalsdeildinni í sumar.
Kane er á milli tanna fólks þar sem samningur hans rennur út sumarið 2024. Framlengi Kane ekki samning sinn er staða Tottenham snúinn.
Kane er 29 ára gamall en hann varð markahæsti leikmaður í sögu Tottenham þegar liðið vann Manchester City.
Kane er sagður skoða stöðu sína en FC Bayern hefur sýnt honum áhuga, Manchester United hefur svo verið nefnt til sögunnar.
Samkvæmt sögum er Tottenham hins vegar búið að taka ákvörðun að Kane fái ekki að fara til keppinauts á Englandi.