Erik ten Hag mætti seint á blaðamannafund Manchester United í dag. Hann hafði þó góða afsökun.
United tekur á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Því var blaðmannafundur haldinn í dag.
Ten Hag mætti seint á hann. Hollendingurinn þurfti að sinna verkefni tengdu vegabréfsáritun en lenti í tæknilegum örðuleikum.
„Það verður engin sekt! Ég gat ekkert í þessu gert,“ sagði Ten Hag léttur eftir að hann útskýrði sitt mál og baðst afsökunar á seinaganginum.
Leikur United og Leeds hefst klukkan 20 annað kvöld.
'It's NOT A FINE! 😂 Erik ten Hag was late to his press conference due to visa issues #manutd #mufc #eriktenhag pic.twitter.com/4o7wHHck2B
— BeanymanSports (@BeanymanSports) February 7, 2023